Erlent

Fjórir látnir og hundruð fastir ofan í námu eftir sprengingu

Ingvar Haraldsson skrifar
Slysið átti sér stað í Soma, um 250 kílómetra suður af Istanbul.
Slysið átti sér stað í Soma, um 250 kílómetra suður af Istanbul. mynd/BBC
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tvö- til þrjú hundruð manns eru fastir neðanjarðar eftir sprengingu í námu í vesturhluta Tyrklands. Slysið átti sér stað í bænum Soma í héraðinu Manisa. Bærinn er um 250 kílómetra sunnan við Istanbul.

Sprengingin átti sér stað tvo kílómetra undir yfirborði jarðar og um fjóra kílómetra frá inngangi námunnar. Tamer Kucukgencay, yfirmaður verkalýðsfélags námuverkamanna, segir að verið væri sé að dæla lofti inn í námuna til þess að koma í veg fyrir að námumenn kafni.

Taner Yildiz, orkumálaráðhera Tyrklands er á leið til Soma til að stýra björgunaraðgerðum á svæðinu.

Slys eru algeng í námum Tyrklands. Alverlegasta slysið gerðist árið 1992 þegar yfir 270 námuverkamenn létust í gassprengingu í Svartahafsbænum Zonguldak.

Nánar má lesa um málið í frétt BBC.

Uppfært klukkan 17:10

Heimildarmaður BBC hafði greint frá því að tuttugu lík hefðu fundist. Breski miðillinn hefur uppfært frétt sína og nú er talið að fjórir hið minnsta hafi látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×