„Þeir ríkustu fá gjafir frá þessari ríkisstjórn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 19:57 Árni Páll var fyrsti ræðumaður kvöldsins. Árni Páll Árnason gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Árni var fyrsti ræðumaður kvöldsins. Hann sagði ríkisstjórnina ekki hafa verið aðgerðalitla á þessu fyrsta ári við stjórnvölinn: „Mörgum finnst hún aðgerðalítil – en hún er nú samt búin að ná að lækka veiðigjald á stórútgerðina tvisvar á tæpu ári. Það hlýtur nú að teljast einhvers konar dugnaður. Skattbreytingar hennar hafa létt sköttum af þeim allra best settu og aukið byrðar á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Og skuldaniðurfellingar eru svo ómarkvissar að þær munu flytja peninga frá venjulegu fólki til þeirra ríkustu og eignamestu, frá landsbyggð til höfuðborgar og frá ungu fólki, lágtekjufólki og lífeyrisþegum til vel stæðs fólks á besta aldri.“ Árni Páll sagði að almenningur sé farinn að átta sig á skaðsemi ójöfnuðar í samfélögum. Vinsælasta bókin á Amazon, sé hagfræðibók: „Mest selda bókin á Amazon þessa dagana er ekki bók um hvernig megi missa tíu kíló á tíu dögum, heldur hagfræðibók eftir Thomas Piketty sem fjallar um skaðsemi ójafnaðar. Um að auður safnist óhjákvæmilega á sífellt færri hendur ef ekkert verði að gert. Um mikilvægi þess að leggja háa skatta á mikinn auð, til að skapa almenn tækifæri og félagslegt réttlæti.“ Árni Páll sagði ennfremur að ríkisstjórnin væri ekki í takt við það sem gengur og gerist annarsstaðar í heiminum:„Ekkert sýnir betur hversu úrelt viðhorf ríkisstjórnarinnar eru. Það er eins og deigla nýrra hugmynda um allan heim hafi algerlega farið framhjá þeim flokkum sem nú fara með landsstjórnina. Þeir stjórna í þágu fárra og reyna ekki einu sinni að fela það. Þess vegna þarf ný stjórnmál gegn gömlu pólitíkinni.“ Árni Páll vék einnig orðum sínum að Evrópusambandsmálum. Hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt fram óskynsamlega tillögu og þjóðin hafi í sameiningu sagt: „Nei“. Hann sagði verkalýðshreyfinguna og fyrirtækin í landinu hafa verið einhuga í andstöðu sinni.„Mótmæli tugþúsunda, undirskriftir nærri 54 þúsund kjósenda og skýr niðurstaða í hverri könnunni á fætur annarri sýndu stjórnmálamönnunum eindreginn vilja þjóðarinnar: Að hún vildi sjálf ráða ferðinni í samskiptunum við EvrópusambandiðSkyndilega varð ljóst að þrátt fyrir að gamlir stjórnarflokkar með úreltar hugmyndir sitji við stjórnvölinn hefur veruleikinn breyst. Traustur þingmeirihluti dugði ekki ríkisstjórninni til að koma tillögunni í gegnum Alþingi. Afl þjóðarinnar leystist úr læðingi með alveg nýjum hætti.Fyrir nokkrum árum hefði þessi atburðarás verið óhugsandi.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Árni Páll Árnason gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Árni var fyrsti ræðumaður kvöldsins. Hann sagði ríkisstjórnina ekki hafa verið aðgerðalitla á þessu fyrsta ári við stjórnvölinn: „Mörgum finnst hún aðgerðalítil – en hún er nú samt búin að ná að lækka veiðigjald á stórútgerðina tvisvar á tæpu ári. Það hlýtur nú að teljast einhvers konar dugnaður. Skattbreytingar hennar hafa létt sköttum af þeim allra best settu og aukið byrðar á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Og skuldaniðurfellingar eru svo ómarkvissar að þær munu flytja peninga frá venjulegu fólki til þeirra ríkustu og eignamestu, frá landsbyggð til höfuðborgar og frá ungu fólki, lágtekjufólki og lífeyrisþegum til vel stæðs fólks á besta aldri.“ Árni Páll sagði að almenningur sé farinn að átta sig á skaðsemi ójöfnuðar í samfélögum. Vinsælasta bókin á Amazon, sé hagfræðibók: „Mest selda bókin á Amazon þessa dagana er ekki bók um hvernig megi missa tíu kíló á tíu dögum, heldur hagfræðibók eftir Thomas Piketty sem fjallar um skaðsemi ójafnaðar. Um að auður safnist óhjákvæmilega á sífellt færri hendur ef ekkert verði að gert. Um mikilvægi þess að leggja háa skatta á mikinn auð, til að skapa almenn tækifæri og félagslegt réttlæti.“ Árni Páll sagði ennfremur að ríkisstjórnin væri ekki í takt við það sem gengur og gerist annarsstaðar í heiminum:„Ekkert sýnir betur hversu úrelt viðhorf ríkisstjórnarinnar eru. Það er eins og deigla nýrra hugmynda um allan heim hafi algerlega farið framhjá þeim flokkum sem nú fara með landsstjórnina. Þeir stjórna í þágu fárra og reyna ekki einu sinni að fela það. Þess vegna þarf ný stjórnmál gegn gömlu pólitíkinni.“ Árni Páll vék einnig orðum sínum að Evrópusambandsmálum. Hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt fram óskynsamlega tillögu og þjóðin hafi í sameiningu sagt: „Nei“. Hann sagði verkalýðshreyfinguna og fyrirtækin í landinu hafa verið einhuga í andstöðu sinni.„Mótmæli tugþúsunda, undirskriftir nærri 54 þúsund kjósenda og skýr niðurstaða í hverri könnunni á fætur annarri sýndu stjórnmálamönnunum eindreginn vilja þjóðarinnar: Að hún vildi sjálf ráða ferðinni í samskiptunum við EvrópusambandiðSkyndilega varð ljóst að þrátt fyrir að gamlir stjórnarflokkar með úreltar hugmyndir sitji við stjórnvölinn hefur veruleikinn breyst. Traustur þingmeirihluti dugði ekki ríkisstjórninni til að koma tillögunni í gegnum Alþingi. Afl þjóðarinnar leystist úr læðingi með alveg nýjum hætti.Fyrir nokkrum árum hefði þessi atburðarás verið óhugsandi.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira