Innlent

Eldhúsdagsumræður í kvöld

Eldhúsdagsumræður verða haldnar í kvöld
Eldhúsdagsumræður verða haldnar í kvöld

Eldhúsdagsumræður eru ávallt boðaðar í lok hvers þings og munu, venju samkvæmt, fara fram í kvöld. Hefjast þær klukkan 19:40. 

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar.


Ræðumenn verða í þessari röð:
1. umferð:
Árni Páll Árnason, Samfylkingu
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum
Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð
Birgitta Jónsdóttir, Pírötum

2. umferð:
Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki
Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum
Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki
Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð
Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum

3. umferð:
Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu
Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri grænum
Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki
Óttarr Proppé, Bjartri framtíð
Jón Þór Ólafsson, Pírötum

Vísir mun fylgjast með gangi mála, bæði í eldhúsdagsumræðunum sjálfum sem og umræðum á samfélagsmiðlum. Síðustu ár hefur hópur safnast saman á Twitter og rætt saman um árangur þingmanna undir myllumerkinu #eldhusdagur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.