Dæmdur fyrir að kúga meintan auðmann "sem hafi hagnast á auðlindum landsins“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. maí 2014 16:43 Hjónin sem urðu fyrir barðinu á þessum 36 ára manni voru frá Ísafirði. 36 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa reynt að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að hinn 36 ára gamli maður hafi hótað því að beita annan mann líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé. Maðurinn sem var dæmdur fyrir fjárkúgunina sendi hjónum bréf og í því kom fram að sá dæmdi væri „að safna fé frá auðmönnum sem hafi hagnast á auðlindum landsins, á kostnað Íslendinga“. Hinn 36 ára maður neitaði sök. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti hinn meinti auðmaður að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu kom fram hvar og hvenær hinn meinti auðmaður ætti að afhenda peninginn. Í bréfinu var því einnig haldið fram að fleiri en einn maður stæði að baki bréfsendingunni. Þar kom fram að hópur manna stæði fyrir bréfsendingunni og væru fleiri meintir auðmenn í sigtinu. Sagt var að hópurinn hefði reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Kom fram að enginn af þeim sem valdir voru af hópnum myndu sleppa og að ofbeldi yrði notað ef þess þyrfti. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins. Manninum var gert að greiða hinum meinta auðmanni 800 þúsund í miskabætur auk málskostnaðar upp á þrjú hundruð þúsund. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
36 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa reynt að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að hinn 36 ára gamli maður hafi hótað því að beita annan mann líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé. Maðurinn sem var dæmdur fyrir fjárkúgunina sendi hjónum bréf og í því kom fram að sá dæmdi væri „að safna fé frá auðmönnum sem hafi hagnast á auðlindum landsins, á kostnað Íslendinga“. Hinn 36 ára maður neitaði sök. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti hinn meinti auðmaður að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu kom fram hvar og hvenær hinn meinti auðmaður ætti að afhenda peninginn. Í bréfinu var því einnig haldið fram að fleiri en einn maður stæði að baki bréfsendingunni. Þar kom fram að hópur manna stæði fyrir bréfsendingunni og væru fleiri meintir auðmenn í sigtinu. Sagt var að hópurinn hefði reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Kom fram að enginn af þeim sem valdir voru af hópnum myndu sleppa og að ofbeldi yrði notað ef þess þyrfti. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins. Manninum var gert að greiða hinum meinta auðmanni 800 þúsund í miskabætur auk málskostnaðar upp á þrjú hundruð þúsund.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira