Innlent

Handtekinn vegna brots á nálgunarbanni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Maður var handtekinn í nótt vegna brots á nálgunarbanni. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður vegna málsins.

Eins og fram hefur komið á Vísi afgreiddi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sextán beiðnir um nálgunarbann á síðasta ári. Þær voru samþykktar í 75 prósent tilfella. Þetta kom fram í upplýsingum sem Vísir óskaði eftir frá lögreglu vegna fjölda nálgunarbannsmála.

Þar kom fram að upplýsingarnar gefa aðeins mynd af fjölda mála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en önnur lögregluembætti og aðrar stofnanir geta einnig sótt um nálgunarbann.

Í fimm af hverjum sjö tilvikum liggur heimilisofbeldi að baki beiðnum um nálgunarbann.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×