Erlent

Yfir 35 manns látnir í flóðum á Balkansskaga

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sanpokar hafa verið settir meðfram ánni Sava í tilraun til þess að varna því að vatnið flæði yfir bakkana.
Sanpokar hafa verið settir meðfram ánni Sava í tilraun til þess að varna því að vatnið flæði yfir bakkana. VÍSIR/AFP
Yfir 35 eru látnir eftir mikil flóð á Balkanskaga og búa björgunarmenn í Serbíu sig undir það versta. Flóðið mun vera það stærsta á Balkanskaga í áratugi.

Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Króatíu hafa einnig verið rýmd. Flestir þeirra sem flúið hafa heimili sín dvelja nú í skólum og íþróttahúsum.

Búist er við að áin Sava muni fæða þannig að stærstu orkuver skagans séu í hættu. Talið er að áin hafi ekki enn náð hámarki hvað vatnsflóð varðar. Sanpokar hafa verið settir meðfram ánni í tilraun til þess að varna því að vatnið flæði yfir bakkana. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×