Innlent

Icelandair aflýsir ferðum til Danmerkur, Noregs og Finnlands

Vísir/Anton
Þremur flugferðum hefur verið aflýst hjá Icelandair nú í morgunsárið en ekki verður flogið til Billund í Danmörku, Þrándheims og Bergen í Noregi og Helsinki í Finnlandi. Ástæðuna má rekja til þess að flugmenn Icelandair hafna yfirvinnu þessa dagana. Þá hófst yfirvinnubann hjá Flugfreyjum sem starfa hjá Icelandair í gærmorgun.

Þá hefur sömu ferðum til baka, sem fara átti síðdegis, einnig verið aflýst. Þá eru töluverðar seinkanir á nokkrum ferðum. Til að mynda er áætluð brottför til Glasgow ekki fyrr en klukkan 18:50 í kvöld, en átti að vera klukkan 7:30.

Uppfært: Flugferðinni til Glasgow, sem áður átti að seinka um tíu klukkustundir, hefur verið aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×