Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð 19. maí 2014 09:48 Björn Bjarki á Grábrók. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor.Björn Bjarki Þorsteinsson heiti ég og skipa 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Ég er 45 ára gamall, uppalinn í Borgarnesi og á ættir að rekja í heimahéraðið og í Hrútarfjörð. Kona mín er Guðrún Ólafsdóttir skrifstofumaður og eigum við saman fjóra snillinga, þau Jóhönnu Marín, Ólaf Axel, Andra Stein og Aron Inga.Ég starfa sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi, sem er hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra í héraðinu, þar er ég einn af um 75 frábærum starfsmönnum. Ég er formaður byggðarráðs Borgarbyggðar og hef mikinn áhuga til þess að fá að gegna því verkefni áfram að afloknum kosningum.Við Sjálfstæðismenn munum leita eða auglýsa eftir sveitarstjóra að afloknum kosningum ef við verðum í stöðu til þess að hafa áhrif á það val. Atvinnumál munu verða í umræðunni í kosningabaráttunni og þar viljum við leggja okkar af mörkum, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, það eru spennandi hlutir í farvatninu og ef sveitarfélagið getur stutt við þau verkefni þá skal það gerast, sveitarfélagið á ekki að vera beinn þátttakandi í atvinnulífi umfram rekstur sinna stofnana en á að vera stuðningsaðili.Við viljum standa vörð um háskólana í héraðinu og stuðla að sjálfstæði þeirra áfram, það er mikilvægt byggðamál, skólaflóran okkar er gríðarlega dýrmæt héraðinu og Menntaskóli Borgarfjarðar hefur heldur betur eflt samfélagið með sínu góða starfi. Skólamálin eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga, við eigum góða skóla með góðum starfsmönnum, við þurfum að hlúa vel að þeirri starfssemi og endurbæta húsa- og tækjakost.Við þurfum að hlúa að málefnum fatlaðra og skapa betri grundvöll fyrir iðju þess góða fólks og skapa atvinnumöguleika, m.a. í samvinnu við atvinnulífið í héraðinu. Við höfum staðið að mikilli uppbyggingu í kringum þjónustu við aldraða og munum hlúa að þeim málaflokk áfram. Nýr þjónustusamningur á milli sveitarfélagsins og Ungmennasambandsins hefur fært ákveðin verkefni tengd tómstunda- og íþróttastarfi út í grasrótina, það verður mjög spennandi að fylgjast með þróun þess mikilvæga málaflokks.Menning blómstrar í Borgarbyggð, með frjálsum félagasamtökum, kröftugu tónlistarlífi og rekstri öflugra safna, af því getum við verið stolt og héraðið stendur svo sannarlega undir nafni hvað einkunnarorð þess varðar en þau er Menntun, Saga, Menning.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut í nágrenni Bifrastar í Norðurárdal er flottasti staðurinn af mörgum flottum í Borgarbyggð.Hundar eða kettir? Hundar, ekki spurning, á einn 10 ára gamlan labrador sem er mikill öðlingur.Hver er stærsta stundin í lífinu? Hef verið lánsamur í lífinu en stærstu stundirnar hafa verið þegar börnin koma í heimin, á fjóra snillinga með Guðrúnu minni.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Tja, plokkfiskur með nýju rúgbrauði skorar hátt.Hvernig bíl ekur þú? Er oftast á Yarisnum en fæ stöku sinni lánaðan Nissanjeppann hjá konunni.Besta minningin? Það tengist börnunum en síðan á maður margar góðar minningar úr Böðvarsgötunni í gamla daga með frábærum æskufélögum og eins „menningarferðum“ með veiðifélaginu Daníel á Hólnum.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, það hafa nokkrar hraðasektir dottið í hús við „mismikla“ ánægju „fjármálastjórans“ á heimilinu.Hverju sérðu mest eftir? Ætli það sé ekki helst það að hafa ekki drifið sig í meira nám á sínum tíma.Draumaferðalagið? Mig langar til að komast til Kúbu sem fyrst áður en allt „spillist“ þar - eins væri nú gaman að vera viðstaddur einhvern tímann þegar Manchester City tekur við Englandsmeistarabikarnum.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, í fjörunni fyrir neðan Böðvarsgötuna í Borgarnesi í gamla daga þegar gert var hlé á Marglyttuveiðu.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að verða hluthafi í hesthúsi, var ekki á „to do“ listanum en er samt mjög dýrmætt, drengirnir mínir eru upprennandi hestamenn.Hefur þú viðurkennt mistök? Það hefur nú komið fyrir já :)Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni og síðan því að hafa átt þátt í því núna undanfarin ár að hafa komið húsakosti Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi í það horf sem nú er með mínu frábæra samstarfsfólki sem starfar með mér. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor.Björn Bjarki Þorsteinsson heiti ég og skipa 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Ég er 45 ára gamall, uppalinn í Borgarnesi og á ættir að rekja í heimahéraðið og í Hrútarfjörð. Kona mín er Guðrún Ólafsdóttir skrifstofumaður og eigum við saman fjóra snillinga, þau Jóhönnu Marín, Ólaf Axel, Andra Stein og Aron Inga.Ég starfa sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi, sem er hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra í héraðinu, þar er ég einn af um 75 frábærum starfsmönnum. Ég er formaður byggðarráðs Borgarbyggðar og hef mikinn áhuga til þess að fá að gegna því verkefni áfram að afloknum kosningum.Við Sjálfstæðismenn munum leita eða auglýsa eftir sveitarstjóra að afloknum kosningum ef við verðum í stöðu til þess að hafa áhrif á það val. Atvinnumál munu verða í umræðunni í kosningabaráttunni og þar viljum við leggja okkar af mörkum, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, það eru spennandi hlutir í farvatninu og ef sveitarfélagið getur stutt við þau verkefni þá skal það gerast, sveitarfélagið á ekki að vera beinn þátttakandi í atvinnulífi umfram rekstur sinna stofnana en á að vera stuðningsaðili.Við viljum standa vörð um háskólana í héraðinu og stuðla að sjálfstæði þeirra áfram, það er mikilvægt byggðamál, skólaflóran okkar er gríðarlega dýrmæt héraðinu og Menntaskóli Borgarfjarðar hefur heldur betur eflt samfélagið með sínu góða starfi. Skólamálin eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga, við eigum góða skóla með góðum starfsmönnum, við þurfum að hlúa vel að þeirri starfssemi og endurbæta húsa- og tækjakost.Við þurfum að hlúa að málefnum fatlaðra og skapa betri grundvöll fyrir iðju þess góða fólks og skapa atvinnumöguleika, m.a. í samvinnu við atvinnulífið í héraðinu. Við höfum staðið að mikilli uppbyggingu í kringum þjónustu við aldraða og munum hlúa að þeim málaflokk áfram. Nýr þjónustusamningur á milli sveitarfélagsins og Ungmennasambandsins hefur fært ákveðin verkefni tengd tómstunda- og íþróttastarfi út í grasrótina, það verður mjög spennandi að fylgjast með þróun þess mikilvæga málaflokks.Menning blómstrar í Borgarbyggð, með frjálsum félagasamtökum, kröftugu tónlistarlífi og rekstri öflugra safna, af því getum við verið stolt og héraðið stendur svo sannarlega undir nafni hvað einkunnarorð þess varðar en þau er Menntun, Saga, Menning.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut í nágrenni Bifrastar í Norðurárdal er flottasti staðurinn af mörgum flottum í Borgarbyggð.Hundar eða kettir? Hundar, ekki spurning, á einn 10 ára gamlan labrador sem er mikill öðlingur.Hver er stærsta stundin í lífinu? Hef verið lánsamur í lífinu en stærstu stundirnar hafa verið þegar börnin koma í heimin, á fjóra snillinga með Guðrúnu minni.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Tja, plokkfiskur með nýju rúgbrauði skorar hátt.Hvernig bíl ekur þú? Er oftast á Yarisnum en fæ stöku sinni lánaðan Nissanjeppann hjá konunni.Besta minningin? Það tengist börnunum en síðan á maður margar góðar minningar úr Böðvarsgötunni í gamla daga með frábærum æskufélögum og eins „menningarferðum“ með veiðifélaginu Daníel á Hólnum.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, það hafa nokkrar hraðasektir dottið í hús við „mismikla“ ánægju „fjármálastjórans“ á heimilinu.Hverju sérðu mest eftir? Ætli það sé ekki helst það að hafa ekki drifið sig í meira nám á sínum tíma.Draumaferðalagið? Mig langar til að komast til Kúbu sem fyrst áður en allt „spillist“ þar - eins væri nú gaman að vera viðstaddur einhvern tímann þegar Manchester City tekur við Englandsmeistarabikarnum.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, í fjörunni fyrir neðan Böðvarsgötuna í Borgarnesi í gamla daga þegar gert var hlé á Marglyttuveiðu.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að verða hluthafi í hesthúsi, var ekki á „to do“ listanum en er samt mjög dýrmætt, drengirnir mínir eru upprennandi hestamenn.Hefur þú viðurkennt mistök? Það hefur nú komið fyrir já :)Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni og síðan því að hafa átt þátt í því núna undanfarin ár að hafa komið húsakosti Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi í það horf sem nú er með mínu frábæra samstarfsfólki sem starfar með mér.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55