Innlent

"Gleðidagur í sögu Bandaríkjanna"

„Þegar fávíst fólk vill auglýsa fávisku sína þarf maður í raun ekki að gera neitt. Maður leyfir því að tala. Svo varð í þessu tilviki." Þetta voru fyrstu viðbrögð Barack Obama, Bandaríkjaforseta, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Donald Sterling, eiganda körfuboltaliðsins Clippers.

Á upptöku heyrist Sterling gagnrýna fyrirsætu fyrir að birta myndir af sér með svörtu fólki og hvetur hana meðal annars til að taka úr birtingu myndir af henni með körfuboltakappanum Magic Johnson.

Ekki stóð á viðbrögðum körfuknattleikssambands Bandaríkjanna, NBA, sem í gær tilkynntu ævilangt bann Sterlings frá öllu sem viðkemur körfubolta þar í landi auk þess sem honum er gert að greiða tvær og hálfa milljón bandarikjadala í sekt fyrir ummæli sín.

Körfuboltakappinn Magic Johnson er einn þeirra sem fagnaði ákvörðun sambandsins.

„Þetta er stór dagur fyrir Bandaríkin. Þetta var stór dagur fyrir NBA og fyrir fólk af öllum kynstofnum, sérstaklega Bandaríkjamanna af afrískum uppruna og fólk frá Rómönsku Ameríku sem talar nú gegn þessu," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×