Gríðarleg aukning í sölu á sterkum verkjalyfjum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. apríl 2014 17:08 Mikil aukning hefur verið í sölu á sterkjum verkjalyfjum, á borð við Oxycontin, síðastliðin fimm ár. Sala á slíkum lyfjum hefur aukist um tæp 100 prósent frá árinu 2009. Sérstaka athygli vekur stökk í sölu á þessum sterku verkjalyfjum á síðasta ári. Verkjalyfin sem um ræðir eru með Oxycodonum sem virkt efni. Lyf í þessum flokki eru Oxycontin, og Oxycodone. Lyfin eru þekkt sem svokallað læknadóp. Dagskrárstjóri meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots segist finna fyrir fjölgun skjólstæðinga sem leita þangað eftir að hafa misnotað þessi sterku verkjalyf. Alls voru um 49 þúsund skammtar af lyfjum í þessum flokki seldir árið 2009. Árið 2013 voru þeir rúmlega 96 þúsund. Aukningin eru því um 47 þúsund skammtar. Árið 2012 voru tæplega 71 þúsund skammtar seldir. Aukningin frá árinu 2012 er 25 þúsund skammtar, upp á 26 prósent. Misnotkun sterkra verkjalyfja er mjög þekkt í Bandaríkjunum og er talað um að fleiri láti lífið árlega vegna slíkrar misnotkunar en í bílslysum. Hefur þessi staðhæfing vakið mikla athygli. Að sögn Guðrúnar Dóru Bjarnadóttir umsjónardeildarlæknis á geðsviði Landspítalans, sem hefur kynnt sér misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og sprautufíkn, er ekki hægt að segja til um hvort þessi „verkjalyfjafaraldur“ komi hingað til lands. Hún bendir á að neysla á heróíni hafi í gegnum tíðina verið lítil hér á landi og þessi sterku verkjalyf hafa svipuð áhrif og eru skyld því.Finnum fyrir aukningu Guðrún M. Einarsdóttir, dagskrárstjóri meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots, segist finna fyrir mjög aukinni aðsókn til þeirra. Þegar skjólstæðingar heimilisins koma til aðhlynningar eru þeir teknir í viðtal og farið yfir hvaða lyf þeir hafa misnotað. Guðrún kannast vel við lyf á borð við Oxycontin og segist heyra meira um slík lyf í umferð. „Þetta er hrikalegt ástand. Við erum með sjötíu manns á biðlista og höfum verið að taka inn fleira fólk en áður. Þessi sprautufíkn er alveg hræðileg og teygir anga sína víða. Til dæmis er verið að jarða einn ungan mann í dag sem var skjólstæðingur okkar.“Landlæknisembættið fylgist vel með Ólafur B. Einarsson hjá landlæknisembættinu segir landlæknisembættið fylgjast vel með sölu á uppáskrifuðum lyfjum. Hann segir ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari auknu sölu á verkjalyfjum með Oxycodonum sem virka efnið. „Til dæmis var verkjalyfið Tramadól gert eftirritunarskylt. Við það minnkaði notkun á því lyfi talsvert. Einnig getur verið að aukin skráning hafi áhrif á þessar tölur. Það að sala á lyfjum eins og Oxycontin aukist þýðir ekki að misnotkun sé að aukast,“ útskýrir hann. Lyfið Tramadól var gert eftirritunarskylt því sýnt var fram á að misnotkun á lyfinu hafði dregið fólk til dauða. Sala á því dróst saman um þrjú prósent, eða 15 þúsund dagskammta á milli áranna 2012 og 2013. En ef yfirflokkur ópíumskyldra verkjalyfja – sem Tramadól, Oxycontin og fleiri slík lyf heyra undir –er skoðaður kemur í ljós að salan jókst á síðasta ári um nærri sex prósent. „Við fylgjumst mjög náið með þessu. Við erum í samstarfi við Vog, sjúkratryggingar, lögreglu og fleiri aðila,“ segir Ólafur. Magnús Jóhannsson, sem einnig starfar hjá Landslæknisembætti, bendir á að Íslendingar taki hlutfallslega ekki meira af verkjalyfjum en nágrannaþjóðir okkar. Hann segist hafa meiri áhyggjur af misnotkun örvandi lyfja, eins og rítalíns. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessum lyfjaflokki. Fyrir tíu árum síðan var mikill toppur í misnotkun á þessum svokölluðu „ópíódalyfjum“. En misnotkun á þeim hefur farið minnkandi síðan. Og ég horfi meira á örvandi lyf, þunglyndislyf og fleira,“ útskýrir Magnús.Þurfum að vera á varðbergi Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, er einmitt staddur í Bandaríkjunum og sat þar ráðstefnu og var meðal annars fjallað um misnotkun á sterkjum verkjalyfjum á henni. „Það er varasamt að álykta að aukin sala á Oxycontin þýði að misnotkun aukist í samræmi við hana. En vissulega eru fleiri sem nefna þetta efni og virðist sem misnotkun lyfja eins og Contalgin sé á undanhaldi,“ segir hann. Þórarinn segir umræðuna í Bandaríkjunum í þessum efnum snúast mikið um dauðsföll af völdum þessara sterkju verkjalyfja. „Þetta er nýtt og aðkallandi vandamál hérna. Við þurfum vissulega að vera á varðbergi í þessum efnum.“ Þórarinn segir aukna verkjalyfjanotkun einnig að hluta til mega útskýra með því að verið sé að halda sjúklingum lengur heima – í staðinn fyrir að innrita þá á sjúkrahús. „Hér áður fyrr var ekki skrifað upp á sterk verkjalyf til notkunar fyrir utan sjúkrahús. En með fækkandi legudögum hefur verkjalyfjanotkun aukist.“ Hann segist ekki sjá meiri fjölgun tilfella fólks sem sprauti sig miðað við önnur ár. „Við höfum verið að bíða eftir fjölguninni, en hún hefur ekki orðið. Við höldum áfram að fylgjast vel með.“ Þórarinn kallar einnig eftir því að sölutölur á lyfjum, eins og Oxycontin séu greindar frekar. „Ég myndi vilja sjá hvaða aldurshópar eru að fá þessi lyf uppáskrifuð. Það þarf að fylgjast vel með þessu og kryfja tölurnar.“Verkjalyfjafaraldur alls staðar Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði Landspítalans, hefur kynnt sér sprautufíkn, en helst beint sjónum sínum að misnotkun á örvandi lyfjum. „Það er sláandi hvað margir eru að sprauta sig með lyfseðilsskyldum lyfjum. Þá helst örvandi lyfjum. Það virðist vera vinsælasta efnið í dag. Þessi lyf eru jafnvel valin fram yfir kókaín.“ Hún tekur í sama streng og Magnús og Ólafur hjá Landslæknisembættinu. Hún hefur meiri áhyggjur af örvandi lyfjum, en segir þó að það sé ekkert sem segi að „verkjalyfjafaraldur“ komi hingað til lands. „Við erum í jafn mikilli hættu og önnur lönd að fólk fari að leita í verkjalyf. En það er samt merkilegt að heróínneysla hefur ekki náð útbreiðslu á Íslandi. Það virðist sem Íslendingar sæki frekar í örvandi lyfin,“ útskýrir Guðrún Dóra. Hún kallar eftir því að sjúkraskrár séu samræmdar til að sporna við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. „Sami aðilinn getur farið til heilsugæslulæknis síns og fengið uppáskrifað eitthvert lyf. Síðan getur hann farið á slysavarðstofuna og fengið lyf þar. Svo gæti hann jafnvel farið í helgarferð til Akureyrar og einnig fengið uppáskrifað þar. Á meðan sjúkraskrár eru ekki samræmdar, vita læknar ekki hvað aðrir eru að skrifa upp á.“Ljóst að fylgjast þarf með Erfitt er að rýna í auknar sölutölur og beintengja þær við aukna misnotkun á sterkum verkjalyfjum. Þó er ljóst að mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart þessum lyfjum. Vísir hefur haft spurnir af nokkrum aðilum sem hafa misnotað þessi lyf og eru þau þekkt á meðal ungs fólks. Sé horft til Bandaríkjanna eða fleiri landa kemur bersýnilega í ljós að mikil vandamál eru tengd misnotkun á sterkjum verkjalyfjum. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í sölu á sterkjum verkjalyfjum, á borð við Oxycontin, síðastliðin fimm ár. Sala á slíkum lyfjum hefur aukist um tæp 100 prósent frá árinu 2009. Sérstaka athygli vekur stökk í sölu á þessum sterku verkjalyfjum á síðasta ári. Verkjalyfin sem um ræðir eru með Oxycodonum sem virkt efni. Lyf í þessum flokki eru Oxycontin, og Oxycodone. Lyfin eru þekkt sem svokallað læknadóp. Dagskrárstjóri meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots segist finna fyrir fjölgun skjólstæðinga sem leita þangað eftir að hafa misnotað þessi sterku verkjalyf. Alls voru um 49 þúsund skammtar af lyfjum í þessum flokki seldir árið 2009. Árið 2013 voru þeir rúmlega 96 þúsund. Aukningin eru því um 47 þúsund skammtar. Árið 2012 voru tæplega 71 þúsund skammtar seldir. Aukningin frá árinu 2012 er 25 þúsund skammtar, upp á 26 prósent. Misnotkun sterkra verkjalyfja er mjög þekkt í Bandaríkjunum og er talað um að fleiri láti lífið árlega vegna slíkrar misnotkunar en í bílslysum. Hefur þessi staðhæfing vakið mikla athygli. Að sögn Guðrúnar Dóru Bjarnadóttir umsjónardeildarlæknis á geðsviði Landspítalans, sem hefur kynnt sér misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og sprautufíkn, er ekki hægt að segja til um hvort þessi „verkjalyfjafaraldur“ komi hingað til lands. Hún bendir á að neysla á heróíni hafi í gegnum tíðina verið lítil hér á landi og þessi sterku verkjalyf hafa svipuð áhrif og eru skyld því.Finnum fyrir aukningu Guðrún M. Einarsdóttir, dagskrárstjóri meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots, segist finna fyrir mjög aukinni aðsókn til þeirra. Þegar skjólstæðingar heimilisins koma til aðhlynningar eru þeir teknir í viðtal og farið yfir hvaða lyf þeir hafa misnotað. Guðrún kannast vel við lyf á borð við Oxycontin og segist heyra meira um slík lyf í umferð. „Þetta er hrikalegt ástand. Við erum með sjötíu manns á biðlista og höfum verið að taka inn fleira fólk en áður. Þessi sprautufíkn er alveg hræðileg og teygir anga sína víða. Til dæmis er verið að jarða einn ungan mann í dag sem var skjólstæðingur okkar.“Landlæknisembættið fylgist vel með Ólafur B. Einarsson hjá landlæknisembættinu segir landlæknisembættið fylgjast vel með sölu á uppáskrifuðum lyfjum. Hann segir ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari auknu sölu á verkjalyfjum með Oxycodonum sem virka efnið. „Til dæmis var verkjalyfið Tramadól gert eftirritunarskylt. Við það minnkaði notkun á því lyfi talsvert. Einnig getur verið að aukin skráning hafi áhrif á þessar tölur. Það að sala á lyfjum eins og Oxycontin aukist þýðir ekki að misnotkun sé að aukast,“ útskýrir hann. Lyfið Tramadól var gert eftirritunarskylt því sýnt var fram á að misnotkun á lyfinu hafði dregið fólk til dauða. Sala á því dróst saman um þrjú prósent, eða 15 þúsund dagskammta á milli áranna 2012 og 2013. En ef yfirflokkur ópíumskyldra verkjalyfja – sem Tramadól, Oxycontin og fleiri slík lyf heyra undir –er skoðaður kemur í ljós að salan jókst á síðasta ári um nærri sex prósent. „Við fylgjumst mjög náið með þessu. Við erum í samstarfi við Vog, sjúkratryggingar, lögreglu og fleiri aðila,“ segir Ólafur. Magnús Jóhannsson, sem einnig starfar hjá Landslæknisembætti, bendir á að Íslendingar taki hlutfallslega ekki meira af verkjalyfjum en nágrannaþjóðir okkar. Hann segist hafa meiri áhyggjur af misnotkun örvandi lyfja, eins og rítalíns. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessum lyfjaflokki. Fyrir tíu árum síðan var mikill toppur í misnotkun á þessum svokölluðu „ópíódalyfjum“. En misnotkun á þeim hefur farið minnkandi síðan. Og ég horfi meira á örvandi lyf, þunglyndislyf og fleira,“ útskýrir Magnús.Þurfum að vera á varðbergi Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, er einmitt staddur í Bandaríkjunum og sat þar ráðstefnu og var meðal annars fjallað um misnotkun á sterkjum verkjalyfjum á henni. „Það er varasamt að álykta að aukin sala á Oxycontin þýði að misnotkun aukist í samræmi við hana. En vissulega eru fleiri sem nefna þetta efni og virðist sem misnotkun lyfja eins og Contalgin sé á undanhaldi,“ segir hann. Þórarinn segir umræðuna í Bandaríkjunum í þessum efnum snúast mikið um dauðsföll af völdum þessara sterkju verkjalyfja. „Þetta er nýtt og aðkallandi vandamál hérna. Við þurfum vissulega að vera á varðbergi í þessum efnum.“ Þórarinn segir aukna verkjalyfjanotkun einnig að hluta til mega útskýra með því að verið sé að halda sjúklingum lengur heima – í staðinn fyrir að innrita þá á sjúkrahús. „Hér áður fyrr var ekki skrifað upp á sterk verkjalyf til notkunar fyrir utan sjúkrahús. En með fækkandi legudögum hefur verkjalyfjanotkun aukist.“ Hann segist ekki sjá meiri fjölgun tilfella fólks sem sprauti sig miðað við önnur ár. „Við höfum verið að bíða eftir fjölguninni, en hún hefur ekki orðið. Við höldum áfram að fylgjast vel með.“ Þórarinn kallar einnig eftir því að sölutölur á lyfjum, eins og Oxycontin séu greindar frekar. „Ég myndi vilja sjá hvaða aldurshópar eru að fá þessi lyf uppáskrifuð. Það þarf að fylgjast vel með þessu og kryfja tölurnar.“Verkjalyfjafaraldur alls staðar Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði Landspítalans, hefur kynnt sér sprautufíkn, en helst beint sjónum sínum að misnotkun á örvandi lyfjum. „Það er sláandi hvað margir eru að sprauta sig með lyfseðilsskyldum lyfjum. Þá helst örvandi lyfjum. Það virðist vera vinsælasta efnið í dag. Þessi lyf eru jafnvel valin fram yfir kókaín.“ Hún tekur í sama streng og Magnús og Ólafur hjá Landslæknisembættinu. Hún hefur meiri áhyggjur af örvandi lyfjum, en segir þó að það sé ekkert sem segi að „verkjalyfjafaraldur“ komi hingað til lands. „Við erum í jafn mikilli hættu og önnur lönd að fólk fari að leita í verkjalyf. En það er samt merkilegt að heróínneysla hefur ekki náð útbreiðslu á Íslandi. Það virðist sem Íslendingar sæki frekar í örvandi lyfin,“ útskýrir Guðrún Dóra. Hún kallar eftir því að sjúkraskrár séu samræmdar til að sporna við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. „Sami aðilinn getur farið til heilsugæslulæknis síns og fengið uppáskrifað eitthvert lyf. Síðan getur hann farið á slysavarðstofuna og fengið lyf þar. Svo gæti hann jafnvel farið í helgarferð til Akureyrar og einnig fengið uppáskrifað þar. Á meðan sjúkraskrár eru ekki samræmdar, vita læknar ekki hvað aðrir eru að skrifa upp á.“Ljóst að fylgjast þarf með Erfitt er að rýna í auknar sölutölur og beintengja þær við aukna misnotkun á sterkum verkjalyfjum. Þó er ljóst að mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart þessum lyfjum. Vísir hefur haft spurnir af nokkrum aðilum sem hafa misnotað þessi lyf og eru þau þekkt á meðal ungs fólks. Sé horft til Bandaríkjanna eða fleiri landa kemur bersýnilega í ljós að mikil vandamál eru tengd misnotkun á sterkjum verkjalyfjum.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira