Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. apríl 2014 19:15 Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira