Innlent

Dæmdur morðingi áfram í gæsluvarðhaldi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Friðrik hringdi á neyðarlínuna 7. maí í fyrra og hófst símtalið á orðunum: „Já halló, ég heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann.“ Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.
Friðrik hringdi á neyðarlínuna 7. maí í fyrra og hófst símtalið á orðunum: „Já halló, ég heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann.“ Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.
Friðrik Brynjar Friðriksson sem dæmdur var í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa myrt Karl Jónsson síðasta vor hefur verið úrskurðaður í áfram í gæsluvarðhald á meðan að mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti. Þó ekki lengur en til 18. júní.

Friðrik hlaut dóminn 23. október á síðasta ári, hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.

Verjandi Friðriks óskaði eftir dómkvaðningu matsmanna í tvígang og var ný matsbeiðni samþykkt í seinna skiptið. Tveir dómkvaddir matsmenn hafa verið skipaðir af héraðsdómi Reykjavíkur. Þeim ber að skila mati fyrir 1. júní næstkomandi. Málið verður svo flutt í Hæstarétti 10. júní.

Friðrik hringdi á neyðarlínuna 7. maí í fyrra og hófst símtalið á orðunum: „Já halló, ég heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann.“ Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Við aðalmeðferð málsins í héraði kom fram að Karl hafi verið stunginn 92 sinnum, þar af tvisvar í hjarta. Friðrik Brynjar neitaði sök. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×