Ýmist sett Íslandsmet eða fjárhagurinn í tómu tjóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 17:39 Dagur og Halldór. Vísir/Vilhelm Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46
Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44