Milljarða vantar til að viðhalda vegum Svavar Hávarðsson skrifar 10. apríl 2014 10:51 Viðhald á bundnu slitlagi er hvað mikilvægast við að halda við samgöngumannvirkjum. Fréttablaðið/GVA Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent