Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 12:15 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira