Innlent

Ingólfur Bjarni og Pálmi sóttu einnig um

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pálmi Jónasson og Ingólfur Bjarni Sigfússon.
Pálmi Jónasson og Ingólfur Bjarni Sigfússon.
Ingólfur Bjarni Sigfússon og Pálmi Jónasson, reyndir fréttamenn á Ríkisútvarpinu, sækjast eftir stöðu fréttastjóra sem auglýst var á dögunum. Ingólfur Bjarni gegnir stöðu nýmiðla- og vefstjóra en var sagt upp störfum, líkt og öllum framkvæmdastjórum RÚV, á dögunum. Pálmi hefur starfað lengi sem fréttamaður á RÚV.

Töluverð samkeppni er um að leiða RÚV inn í nýja tíma sem fréttastjóri RÚV. Heiðar Örn Sigurfinnsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Rakel Þorbergsdóttir og Svavar Halldórsson staðfestu við Vísi í gær að þau hefðu sótt um starfið. Þá herma heimildir Vísis að Sigríður Hagalín Björnsdóttir hafi gert slíkt hið sama.

Þau sjö sem fyrir liggur að sótt hafi um, fimm karlar og tvær konur, eiga það öll sameiginlegt að vera reynslumikið fréttafólk og hafa starfað í lengri tíma innan veggja RÚV. Fyrir liggur að Óðinn Jónsson, fráfarandi fréttastjóri, sækist ekki eftir endurráðningu. Hann mun þó starfa við hlið nýs fréttastjóra til 1. október.

Frestur til að sækja um framkvæmdastjórastöður á RÚV rann út á miðnætti á miðvikudag. Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV um miðjan mars. Aðgerðirnar voru hluti af meiriháttar skipulagsbreytingum innan stofnunarinnar.

Þeir sem sóttu um framkvæmdastjórastöður á RÚV hafa til hádegis í dag til að draga hana til baka óttist þeir nafnbirtingu. Heimildir Vísis herma að nöfn umsækjenda verði birt á mánudag.


Tengdar fréttir

Hafa sótt um stöðu fréttastjóra á RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Rakel Þorbergsdóttir og Svavar Halldórsson sækjast öll eftir því að leiða Ríkisútvarpið inn í nýja tíma sem fréttastjóri RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×