Mikil vonbrigði að fá ekki að bjóða Gísla Marteini í heimsókn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:19 Meðal þess sem Ómari langaði að sýna Gísla er hellirinn Þríhnúkagífur sem er í landi Kópavogs. VÍSIR/VILHELM Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira