Innlent

Ætla að dýpka vatnsfarveginn úr Þórisvatni

Vinna hefst í dag við að dýpka vatnsfarveginn úr Þórisvatni til að auka vatnsrennsli til virkjana í Þjórsá.

Þórisvatn er aðal miðlunarlónið fyrir virkjanirnar en þar sem úrkoma hefur verið óvenju lítil á hálendinu um nokkurt skeið hefur gengið svo rækilega á vatnsforðann í Þórisvatni, að yfirborð þess er nú átján metrum undir því sem hæst gerist.

Eftir dýpkunarframkvæmdirnar núna er reiknað með að vatnsborðið lækki um fjóra metra í viðbót fram í maí, en þá á jökulbráð að fara að berast í vatnið.

Nú þegar er yfirborð vatnsins lægra en það hefur nokkurntímann orðið og hefur Landsvirkjun orðið að draga úr raforkuksölu til stórkaupenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×