Vill senda lögreglu á Geysissvæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 15:57 Vísir/Gva/Anton Brink „Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27