Vill senda lögreglu á Geysissvæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 15:57 Vísir/Gva/Anton Brink „Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27