Innlent

Skora á Alþingi að virða niðurstöðuna á Krímskaga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Pjetur
Á vefsíðunni Austurvöllur.is geta landsmenn skorað á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna á Krímskaga. Ástþór Magnússon stendur fyrir undirskriftasöfnuninni.

Ástþór segir viðbrögð Bandaríkjamanna og fleiri vegna ástandsins á Krímskaga minna um margt á viðbrögð sömu aðila þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak.

„Þetta gæti orðið kveikjan að þriðju heimsstyrjöldinni,“ segir Ástþór. Mikilvægt sé að virða niðurstöðu lýðræðislegra kosninga þar sem afgerandi meirihluti hafi kosið með því að Krímskagi sameinist Rússlandi. Þátttaka í kosningunum hafi auk þess verið afar góð.

„Pútín ætti að vera tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir að efna til kosninganna,“ segir Ástþór sem óttast viðbrögð Bandaríkjamanna.

„Rússar eru að höndla þetta mjög diplómatískt. Það eru glæpamenn komnir til valda í Kænugarði. Þeir komust ekki til valda með kosningum heldur uppreisn,“ segir Ástþór. Því megi líkja við að Íslendingar á Austurvelli tækju völdin hreinlega af ríkisstjórninni.

„Þannig virkar þetta ekki.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.