Innlent

Auglýsingar á strætisvögnum í Boston gegn hvalveiðum Íslendinga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Auglýsingin er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers.
Auglýsingin er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers. mynd/elías almar ágússon
Egill Almar Ágústsson, nemi við Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum, rakst á auglýsingar gegn hvalveiðum Íslendinga sem prýddu strætisvagna á South station, aðal lestarstöðinni í Boston.

„Veist þú hver veiddi þitt sjávarfang?,“ segir á auglýsingunni sem er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers, en að henni standa fjöldamörg samtök á borð við Greenpeace, Whale and Dolphin Conservation, Animal Welfare Institute og International Marine Mammal Project.

Á vefsíðunni segir að Hvalur hf hafi veitt 414 hvali í útrýmingarhættu frá árinu 2006 og sé hluti kjötsins notað í hundamat í Japan. Fólk er hvatt til þess að sniðganga veitingastaði og verslanir sem bjóða upp á sjávarfang sem tengist hvalveiðum Íslendinga.

Á vefsíðunni segir að Hvalur hf hafi veitt 414 hvali í útrýmingarhættu frá árinu 2006.mynd/elías almar ágússonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.