Innlent

Auglýsingar á strætisvögnum í Boston gegn hvalveiðum Íslendinga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Auglýsingin er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers.
Auglýsingin er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers. mynd/elías almar ágússon

Egill Almar Ágústsson, nemi við Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum, rakst á auglýsingar gegn hvalveiðum Íslendinga sem prýddu strætisvagna á South station, aðal lestarstöðinni í Boston.

„Veist þú hver veiddi þitt sjávarfang?,“ segir á auglýsingunni sem er fyrir vefsíðuna Don't Buy From Icelandic Whalers, en að henni standa fjöldamörg samtök á borð við Greenpeace, Whale and Dolphin Conservation, Animal Welfare Institute og International Marine Mammal Project.

Á vefsíðunni segir að Hvalur hf hafi veitt 414 hvali í útrýmingarhættu frá árinu 2006 og sé hluti kjötsins notað í hundamat í Japan. Fólk er hvatt til þess að sniðganga veitingastaði og verslanir sem bjóða upp á sjávarfang sem tengist hvalveiðum Íslendinga.

Á vefsíðunni segir að Hvalur hf hafi veitt 414 hvali í útrýmingarhættu frá árinu 2006. mynd/elías almar ágússon


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.