Erlent

Nýjar gervitunglamyndir sýna 122 hluti á floti

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hishammuddin Hussein, settur samgönguráðherra Malasíu, á blaðamannafundi í dag.
Hishammuddin Hussein, settur samgönguráðherra Malasíu, á blaðamannafundi í dag. vísir/afp
Gervitungl hefur náð myndum af 122 hlutum á floti í Indlandshafi sem talin eru geta verið úr farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf þann 8. mars.

Myndirnar voru teknar þann 23. mars og sýna þær hlutina á floti á 400 ferkílómetra svæði um 2.500 kílómetrum vestur af Perth í Ástralíu.

Hishammuddin Hussein, settur samgönguráðherra Malasíu, segir myndirnar enn eina vísbendinguna sem hjálpa muni leitarfólki að finna flakið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×