Lífið

Robin Wright og Sam Worthington í Everest

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Robin Wright ásamt fyrrum eiginmanni sínum Sean Penn en þau skildu árið 2010.
Robin Wright ásamt fyrrum eiginmanni sínum Sean Penn en þau skildu árið 2010. Vísir/Getty
Leikaranir Robin Wright og Sam Worthington hafa bæst í leikarahóp bíómyndarinnar Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Kvikmyndavefurinn Deadline segir frá þessu. 

Tökur á myndinni fara fram þessa dagana í Róm og bætast þau Wright og Worthington við einvala leikaralið myndarinnar.

Jake Gyllenhall, John Hawkes, Josh Brolin, Jason Clarke og Emily Watson eru meðal leikara sem og okkar eigin Ingvar E. Sigurðsson.

Hér ásamt Crystal Humpries.Vísir/Getty
Robin Wright er í sviðsljósinu þessa dagana fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu House of Cards á meðan Worthington er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Avatar. 

Everest er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.

Fyrirhuguð frumsýning á myndinni er haustið 2015. 


Tengdar fréttir

Everest verður í þrívídd

Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015.

Næsta mynd Baltasars verður Vikings

Næsta verkefni Baltasars Kormáks, eftir myndina Everest, verður kvikmyndin Vikings, en hann hefur lengi unnið að gerð þeirrar myndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×