Hleypti lífi í Óskars-myndina Gravity Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2014 10:30 Daða var sérstaklega þakkað á Óskarnum fyrir vinnu sína í kvikmyndinni Gravity. Hann horfði hins vegar á hátíðina veikur heima. mynd/einkasafn „Ég horfði á Óskarinn og ég verð að viðurkenna að ég átti frekar von á því að Gravity myndi vinna verðlaun fyrir tæknibrellur, leikstjórn og töku. Það getur auðvitað allt gerst og stundum eru óvænt úrslit en allur aðdragandi og allt tal í kring um myndina benti til þess að þetta færi svona. Ofboðslega gaman að sú varð raunin,“ segir Daði Einarsson, listrænn stjórnandi hjá Reykjavik Visual Effects eða RVX. Hann stýrði hópi sem animeraði, eða kvikaði, myndina Gravity frá upphafi til enda. Myndin var sigursæl á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð og hlaut alls sjö verðlaun, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, kvikmyndatöku, tæknibrellur og tónlist. „Það var haft samband við mig að utan og ég beðinn um að stýra fyrsta hluta vinnslunnar. Ég vann þá náið með leikstjóra myndarinnar, Alfonso Cuarón, við að vinna úr handritinu og stýrði hópi sem animeraði myndina frá upphafi til enda,“ útskýrir Daði. Gravity var nánast öll gerð í tölvugrafík til þess að ná þyngdarleysinu í myndinni og svo voru andlit leikaranna skeytt inn í grafíkina. „Það sem við animeruðum var notað til að stýra ljósum og tökuvélinni þegar leikararnir voru í tökum. Seinna meir komu fleiri Íslendingar að, bæði í London hjá Framestore og einnig hjá okkur á Framestore Reykjavík.“ Hefur þú ekki fengið talsverða athygli eftir sigurinn á Óskarsverðlaununum? „Það hafa margir haft samband í dag og það er gaman að því.“ Hann segist einnig vera í góðu sambandi við Gravity-hópinn.Hér sjáum við samstarfsmenn Daða taka við Óskarsverðlaunum fyrir tæknibrellur.vísir/gettyDaði og Baltasar Kormákur keyptu Framestore út árið 2012 og endurnefndu fyrirtækið RVX. Síðan þá hefur fyrirtækið séð um brellur í myndum á borð við 2 Guns, Málmhaus og í ýmsum auglýsingum. „Við erum í tökum á Everest um þessar mundir og munum sjá um brellurnar fyrir þá mynd en það verður ansi stórt verkefni. Við erum búnir að vera í tökum í Nepal og á Ítalíu og færum okkur síðan á stóra sviðið í Pinewood í London um næstu helgi,“ segir Daði um verkefnin í dag. Daði segir spennandi tíma framundan hjá fyrirtækinu. „Ástæða þess að ég ákvað að koma heim að utan var einmitt sú að byggja upp heimsklassaaðstöðu fyrir myndbrellur og sá fyrir mér það sem er að verða til núna.“ Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Ég horfði á Óskarinn og ég verð að viðurkenna að ég átti frekar von á því að Gravity myndi vinna verðlaun fyrir tæknibrellur, leikstjórn og töku. Það getur auðvitað allt gerst og stundum eru óvænt úrslit en allur aðdragandi og allt tal í kring um myndina benti til þess að þetta færi svona. Ofboðslega gaman að sú varð raunin,“ segir Daði Einarsson, listrænn stjórnandi hjá Reykjavik Visual Effects eða RVX. Hann stýrði hópi sem animeraði, eða kvikaði, myndina Gravity frá upphafi til enda. Myndin var sigursæl á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð og hlaut alls sjö verðlaun, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, kvikmyndatöku, tæknibrellur og tónlist. „Það var haft samband við mig að utan og ég beðinn um að stýra fyrsta hluta vinnslunnar. Ég vann þá náið með leikstjóra myndarinnar, Alfonso Cuarón, við að vinna úr handritinu og stýrði hópi sem animeraði myndina frá upphafi til enda,“ útskýrir Daði. Gravity var nánast öll gerð í tölvugrafík til þess að ná þyngdarleysinu í myndinni og svo voru andlit leikaranna skeytt inn í grafíkina. „Það sem við animeruðum var notað til að stýra ljósum og tökuvélinni þegar leikararnir voru í tökum. Seinna meir komu fleiri Íslendingar að, bæði í London hjá Framestore og einnig hjá okkur á Framestore Reykjavík.“ Hefur þú ekki fengið talsverða athygli eftir sigurinn á Óskarsverðlaununum? „Það hafa margir haft samband í dag og það er gaman að því.“ Hann segist einnig vera í góðu sambandi við Gravity-hópinn.Hér sjáum við samstarfsmenn Daða taka við Óskarsverðlaunum fyrir tæknibrellur.vísir/gettyDaði og Baltasar Kormákur keyptu Framestore út árið 2012 og endurnefndu fyrirtækið RVX. Síðan þá hefur fyrirtækið séð um brellur í myndum á borð við 2 Guns, Málmhaus og í ýmsum auglýsingum. „Við erum í tökum á Everest um þessar mundir og munum sjá um brellurnar fyrir þá mynd en það verður ansi stórt verkefni. Við erum búnir að vera í tökum í Nepal og á Ítalíu og færum okkur síðan á stóra sviðið í Pinewood í London um næstu helgi,“ segir Daði um verkefnin í dag. Daði segir spennandi tíma framundan hjá fyrirtækinu. „Ástæða þess að ég ákvað að koma heim að utan var einmitt sú að byggja upp heimsklassaaðstöðu fyrir myndbrellur og sá fyrir mér það sem er að verða til núna.“
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira