Reykjavík með slökkt ljós í tilefni Jarðarstundar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 27. mars 2014 13:02 Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt. VÍSIR/AFP/REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn. Loftslagsmál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn.
Loftslagsmál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira