Innlent

Kæra frávísun í máli Hannesar Smárasonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Smárason.
Hannes Smárason. Vísir/Heiða

Sérstakur saksóknari hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hannesar Smárasonar fyrrverandi forstjóra FL Group. Ólafur Þór Hauksson, Sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu.

Hannes er ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa millifært tæpa þrjá milljarða af reikningi FL Group til eignarhaldsfélagsins Fons árið 2005. Hannes gegndi á þeim tíma stjórnarformennsku í FL Group.

Héraðsdómur vísaði málinu frá miðvikudag vegna óskýrleika í ákæru.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.