Sérstakur saksóknari hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hannesar Smárasonar fyrrverandi forstjóra FL Group. Ólafur Þór Hauksson, Sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu.
Hannes er ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa millifært tæpa þrjá milljarða af reikningi FL Group til eignarhaldsfélagsins Fons árið 2005. Hannes gegndi á þeim tíma stjórnarformennsku í FL Group.
Héraðsdómur vísaði málinu frá miðvikudag vegna óskýrleika í ákæru.
Kæra frávísun í máli Hannesar Smárasonar

Tengdar fréttir

Ákæru á hendur Hannesi Smárasyni vísað frá
Hannes var í nóvember ákærður fyrir að hafa dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af fjármunum FL Group í apríl árið 2005.