Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og hnefaleikakappi, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. Klitschko tilkynnti þetta á fundi stjórnarandstöðunnar í morgun.
Þeir báðir hafa verið miklir áhrifavaldar meðal Úkraínumanna sem mótmælt hafa yfirtöku Rússa á Krímskaga og afskiptum þeirra í Úkraínu.
Baráttan um sæti forseta verður hörð, en Júlía Tímósjenkó er helsti andstæðingur Porosjenkó.

