Ráðist á konu í klefa Laugardalslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2014 16:50 Guðrún Ósk Leifsdóttir endaði uppá spítala eftir erfiða lífreynslu í Laugardalslaug í gær. Kona á fertugsaldri kallaði hana ljótum nöfnum og barði hana áður en hún hljóp á brott. Leitar lögregla nú konunnar. Pressan sagði frá málinu í dag. „Konan horfir á mig og blæs út á sér kinnarnar og leikur súmóglímukappa. Hún byrjar svo að kalla mig feita og segir mér að passa mig að springa ekki úr fitu,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við Vísi. Guðrún lét þetta ekki á sig fá, lét sem vind um eyru þjóta og virti konuna ekki viðlits. Konan virðist hafa reiðst við það, hækkað róminn og nánast öskrað á Guðrúnu. Guðrún ákvað að tala við sundlaugarvörðinn sem bað konuna um hætta dónaskapnum, ella skyldi hún fara úr lauginni. „Konan hlustar ekkert á manninn, rýkur uppúr, hleypur að mér og öskrar á mig. Hún kallaði mig feita og ógeðslega,“ segir Guðrún. Stuttu síðar fór Guðrún úr lauginni og sá að konan var inni í búningsklefanum. „Konan gengur að mér í sturtunni og heldur áfram. Ég horfi í augun á henni og segi henni að þetta sé ekki hennar mál og bið hana um að hætta.“ Guðrún fór og ræddi við starfsmenn í klefanum og sagði þeim frá stöðu mála. Þá kýldi konan Guðrúnu í kviðinn og hljóp svo á brott. „Mér líður ekki vel en maður verður bara að gera sitt besta og komast í gegnum þetta eins og annað. Þetta er aldrei þægilegt fyrir sálina.“ Guðrún var með mikla kviðverki, var óglatt og ældi blóði og leitaði því læknisaðstoðar um kvöldið. Hún greindist með bólgur í maga og þarf að taka því rólega næstu daga. Guðrún hefur þegar kært og er málið í rannsókn lögreglu. Lögregla hefur fengið upptökur af atvikinu og leitar nú konunnar. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Guðrún Ósk Leifsdóttir endaði uppá spítala eftir erfiða lífreynslu í Laugardalslaug í gær. Kona á fertugsaldri kallaði hana ljótum nöfnum og barði hana áður en hún hljóp á brott. Leitar lögregla nú konunnar. Pressan sagði frá málinu í dag. „Konan horfir á mig og blæs út á sér kinnarnar og leikur súmóglímukappa. Hún byrjar svo að kalla mig feita og segir mér að passa mig að springa ekki úr fitu,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við Vísi. Guðrún lét þetta ekki á sig fá, lét sem vind um eyru þjóta og virti konuna ekki viðlits. Konan virðist hafa reiðst við það, hækkað róminn og nánast öskrað á Guðrúnu. Guðrún ákvað að tala við sundlaugarvörðinn sem bað konuna um hætta dónaskapnum, ella skyldi hún fara úr lauginni. „Konan hlustar ekkert á manninn, rýkur uppúr, hleypur að mér og öskrar á mig. Hún kallaði mig feita og ógeðslega,“ segir Guðrún. Stuttu síðar fór Guðrún úr lauginni og sá að konan var inni í búningsklefanum. „Konan gengur að mér í sturtunni og heldur áfram. Ég horfi í augun á henni og segi henni að þetta sé ekki hennar mál og bið hana um að hætta.“ Guðrún fór og ræddi við starfsmenn í klefanum og sagði þeim frá stöðu mála. Þá kýldi konan Guðrúnu í kviðinn og hljóp svo á brott. „Mér líður ekki vel en maður verður bara að gera sitt besta og komast í gegnum þetta eins og annað. Þetta er aldrei þægilegt fyrir sálina.“ Guðrún var með mikla kviðverki, var óglatt og ældi blóði og leitaði því læknisaðstoðar um kvöldið. Hún greindist með bólgur í maga og þarf að taka því rólega næstu daga. Guðrún hefur þegar kært og er málið í rannsókn lögreglu. Lögregla hefur fengið upptökur af atvikinu og leitar nú konunnar.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira