Innlent

Samstöðufundur á Austurvelli í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan þrjú.
Fundurinn hefst klukkan þrjú. visir/vilhelm
Boðað hefur verið til þriðja samstöðufundarins á Austurvelli í dag gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fundurinn hefst klukkan þrjú.

Um tvö þúsund manns voru staddir á Austurvelli í dag þegar samstöðufundurinn fór fram.

Þjóð.is stendur fyrir fundinum en í auglýsingu fyrir mótmælin kemur fram:

„Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga.“

Skorað er á Alþingi á síðunni þjóð.is að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar verði spurt:

Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim?

Mikill fjöldi á Austurvelli.mynd/aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×