Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2014 16:09 Erna Bjarnadóttir spyr hvort félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, séu búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? "Í Noregi, eru stór samtök, "Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau.“ Bændasamtök Íslands lánuðu Heimssýn, hreyfingu sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, húsgögn í nýtt húsnæði samtakanna á dögunum. Eyjan greinir frá þessu en að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar gjaldkera framkvæmdastjórnar Heimssýnar eru m að ræða á þriðja tug stóla, nokkur borð og að minnsta kosti einn skáp. „Að sögn Þorleifs voru Bændasamtökin ekki tilbúin til að gefa húsgögnin en féllust á að lána þau.“ Þá kemur jafnframt fram í frétt Eyjunnar að sterk tengsl séu milli Heimssýnar og Bændasamtakanna sem í fyrra styrkti Heimsýn um 650 þúsund krónur. Í samtali við Vísi segir Helgi Hjörvar alþingismaður Samfylkingar þetta afar óeðlilegt. „Mér finnst fullkomlega óeðlilegt að aðilar sem njóta jafn ríkulegs stuðnings, bæði njóta Bændasamtökin stuðnings ríkissjóðs og síðan atvinnugreinin í heild, að slíkir aðilar séu að styðja sérstaklega annan aðilann í jafn umdeildu máli. Auðvitað er ekkert sem mælir gegn því að einstaklingar úr röðum bænda styðji Heimsýn, ef þeir eru þar félagar, en að heildarsamtök greinarinnar gera það hlýtur að vekja spurningar.“Erna Bjarnadóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna en hún er einnig í stjórn Heimssýnar. Hún tók spurningum blaðamanns Vísis fremur óstinnt upp þegar frétt Eyjunnar var nefnd. „Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð?“En, er við hæfi að Bændasamtökin styrki pólitísk samtök á borð við Heimssýn? „Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Í Noregi, eru stór samtök, „Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau. Hverjir styðja Já, Ísland? Hefurðu þú spurt þá að því hverjir leggja þeim til peninga? Ég er að spyrja þig fyrst þú ert að hringja hingað með þessar spurningar. Hvernig væri að þú fjallaðir um það hverjir styrkja samtökin „Já, Ísland“? Heldurðu að þau séu bara rekin fyrir vatn og súrefni? Viltu nú ekki hringja í þau?“Já, það má vel vera að ég geri það. En, varðandi spurninguna... „Það er mjög einhliða að það sé frétt að Bændasamtökin láni húsgögn. Það er ekki einu sinni verið að fjármagna samtökin heldur lána húsgögn sem væru annars í geymslu. Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist. Hver er fréttin? Þetta tíðkast í öllum lýðræðisþjóðfélögum. Er Noregur eitthvað minna lýðræðisþjóðfélag en Ísland? Viltu þá ekki setja það í samhengi við fréttina sem þú ert að skrifa,“ sagði Erna. Hún tekur jafnframt fram að hún sjálf hafi engar ákvarðanir tekið um að lána húsgögn né fjármagn. Það er félagsleg ákvörðun sem tekin er á Búnaðarþingi eða í stjórn samtakanna. „Ég tek þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, í mínum frítíma, og ég er í kvennakór og hestamannafélagi og stjórn ýnar. Ég er bara að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Erna Bjarnadóttir. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bændasamtök Íslands lánuðu Heimssýn, hreyfingu sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, húsgögn í nýtt húsnæði samtakanna á dögunum. Eyjan greinir frá þessu en að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar gjaldkera framkvæmdastjórnar Heimssýnar eru m að ræða á þriðja tug stóla, nokkur borð og að minnsta kosti einn skáp. „Að sögn Þorleifs voru Bændasamtökin ekki tilbúin til að gefa húsgögnin en féllust á að lána þau.“ Þá kemur jafnframt fram í frétt Eyjunnar að sterk tengsl séu milli Heimssýnar og Bændasamtakanna sem í fyrra styrkti Heimsýn um 650 þúsund krónur. Í samtali við Vísi segir Helgi Hjörvar alþingismaður Samfylkingar þetta afar óeðlilegt. „Mér finnst fullkomlega óeðlilegt að aðilar sem njóta jafn ríkulegs stuðnings, bæði njóta Bændasamtökin stuðnings ríkissjóðs og síðan atvinnugreinin í heild, að slíkir aðilar séu að styðja sérstaklega annan aðilann í jafn umdeildu máli. Auðvitað er ekkert sem mælir gegn því að einstaklingar úr röðum bænda styðji Heimsýn, ef þeir eru þar félagar, en að heildarsamtök greinarinnar gera það hlýtur að vekja spurningar.“Erna Bjarnadóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna en hún er einnig í stjórn Heimssýnar. Hún tók spurningum blaðamanns Vísis fremur óstinnt upp þegar frétt Eyjunnar var nefnd. „Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð?“En, er við hæfi að Bændasamtökin styrki pólitísk samtök á borð við Heimssýn? „Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Í Noregi, eru stór samtök, „Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau. Hverjir styðja Já, Ísland? Hefurðu þú spurt þá að því hverjir leggja þeim til peninga? Ég er að spyrja þig fyrst þú ert að hringja hingað með þessar spurningar. Hvernig væri að þú fjallaðir um það hverjir styrkja samtökin „Já, Ísland“? Heldurðu að þau séu bara rekin fyrir vatn og súrefni? Viltu nú ekki hringja í þau?“Já, það má vel vera að ég geri það. En, varðandi spurninguna... „Það er mjög einhliða að það sé frétt að Bændasamtökin láni húsgögn. Það er ekki einu sinni verið að fjármagna samtökin heldur lána húsgögn sem væru annars í geymslu. Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist. Hver er fréttin? Þetta tíðkast í öllum lýðræðisþjóðfélögum. Er Noregur eitthvað minna lýðræðisþjóðfélag en Ísland? Viltu þá ekki setja það í samhengi við fréttina sem þú ert að skrifa,“ sagði Erna. Hún tekur jafnframt fram að hún sjálf hafi engar ákvarðanir tekið um að lána húsgögn né fjármagn. Það er félagsleg ákvörðun sem tekin er á Búnaðarþingi eða í stjórn samtakanna. „Ég tek þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, í mínum frítíma, og ég er í kvennakór og hestamannafélagi og stjórn ýnar. Ég er bara að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Erna Bjarnadóttir.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira