Maldini: Verið að eyðileggja allt sem við byggðum upp hjá Milan Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 16:15 Paolo Maldini er einn besti varnarmaður sögunnar. Vísir/Getty Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15
AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00