Innlent

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. vísir/stefán
Félag grunnskólakennara hefur vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara. Samninganefndin og svæðaformenn FG telja að of mikið beri í milli aðila.

Samninganefnd FG hefur verið að kanna möguleika á því að gera kjarasamning til ársins 2017 með það að markmiði að jafna laun grunnskólakennara við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara sem tekur hér með við stjórn viðræðna.

„Krafa okkar er sú, og við teljum að það sé sanngirnis og réttlætismál, að laun grunnskólakennara sé í samræmi við laun annarra háskólamenntara starfsmanna með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í viðtali við Vísi.

Þá segir í bréfi Ólafs sem sent var til félagsmanna að ríki og sveitarfélög hafi boðið viðsemjendum sínum sambærilega samninga og gerðir voru á almennum markaði, til skamms tíma með 2,8% hækkunum. Samninganefnd FG hafi ætíð hafnað því að það komi til greina að semja til skamms tíma um 2,8%. Það komi ekki til greina af hálfu félagsins.            

Ólafur segir það ekki stefnu félagsmanna að fara í verkfall og að þeirra fyrsta og helsta markmið sé að ná kjarasamningi án þess að komi til átaka.

„En tíminn verður bara að leiða þetta í ljós. Við getum allt eins farið þessa leið og önnur stéttarfélög.“

Þá gerir hann ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum og segir hann mikla óþreyju vera hjá báðum aðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×