Meinaður aðgangur að Krímskaga Birta Björnsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel. Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel.
Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira