Krefjast friðsamlegra lausna í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2014 22:26 Vísir/Daníel Íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Gunnar Bragi Sveinsson segir það skýra kröfu að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðar íhlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fastaráð NATO kom saman í dag á sérstökum fundi til að ræða ástandið á Krímskaga. Í kjölfar fundarins fordæmdi ráðið hernaðaraðgerðir Rússa. Þá lýsti ráðið yfir þungum áhyggjum yfir ákvörðun rússneska þingsins sem heimili hernaðaríhlutun í Úkraínu.Í yfirlýsingu fastaráðsins segir að hernaðaraðgerðir rússnesk liðsafla í Úkraínu brjóti í bága við alþjóðalög. Þá gangi það meðal annars gegn þeim viðmiðum sem starf NATO-Rússlandsráðsins byggist á. Rússar eru hvattir til að draga úr spennu á svæðinu og ráðið hvetur deiluaðila til að leita samstundis friðsamlegrar lausnar á tvíhliða grundvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent formanni utanríkismálanefndar, Birgi Ármannssyni, beiðni um að kallað verði til nefndarfundar á morgun. Þar verði rætt um málefni Úkraínu og mikilvægt sé að utanríkisráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins mæti. „Ekki þarf að fjölyrða um alvarleika ástandsins í Úkraínu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld sýni samstöðu og stuðning við úkraínska þjóð á þessum víðsjáverðu tímum,” segir Guðlaugur Þór í beiðninni. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Gunnar Bragi Sveinsson segir það skýra kröfu að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðar íhlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fastaráð NATO kom saman í dag á sérstökum fundi til að ræða ástandið á Krímskaga. Í kjölfar fundarins fordæmdi ráðið hernaðaraðgerðir Rússa. Þá lýsti ráðið yfir þungum áhyggjum yfir ákvörðun rússneska þingsins sem heimili hernaðaríhlutun í Úkraínu.Í yfirlýsingu fastaráðsins segir að hernaðaraðgerðir rússnesk liðsafla í Úkraínu brjóti í bága við alþjóðalög. Þá gangi það meðal annars gegn þeim viðmiðum sem starf NATO-Rússlandsráðsins byggist á. Rússar eru hvattir til að draga úr spennu á svæðinu og ráðið hvetur deiluaðila til að leita samstundis friðsamlegrar lausnar á tvíhliða grundvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent formanni utanríkismálanefndar, Birgi Ármannssyni, beiðni um að kallað verði til nefndarfundar á morgun. Þar verði rætt um málefni Úkraínu og mikilvægt sé að utanríkisráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins mæti. „Ekki þarf að fjölyrða um alvarleika ástandsins í Úkraínu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld sýni samstöðu og stuðning við úkraínska þjóð á þessum víðsjáverðu tímum,” segir Guðlaugur Þór í beiðninni.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira