Innlent

Ferðamenn hvattir til að heimsækja Ísland

Baldvin Þormóðsson skrifar
Landmannalaugar.
Landmannalaugar. vísir/getty

Í nýlegri grein The New York Times er farið yfir fimmtíu staði sem fólk ætti að heimsækja árið 2014. Þar er Ísland í þrítugasta sæti.

Við ljósmynd af Landmannalaugum dregur blaðamaður Times, Danielle Pergament, upp fremur dökka mynd af ástandinu í náttúruvernd á Íslandi.

Í textanum skrifar Pergament að ríkisstjórn Íslands hafi í gegnum tíðina eytt gríðarlegum fjármunum í að vernda náttúru landsins og halda hennri óspilltri. Hinsvegar segir blaðamaðurinn stefnu stjórnvalda vera að hallast í aðra átt og hvetur  ferðamenn til þess að heimsækja Ísland og skoða náttúruna áður en það verður of seint.

Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu The New York Times.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.