Tónlist

Hollendingar senda þjóðlagadúett í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þjóðlagadúettinn The Common Linnets mun flytja lagið Calm After The Storm í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í Danmörku 10. maí.

Lagið verður frumflutt í spjallþættinum De Wereld Draait Door þann 12. mars en dúettinn skipa þau Ilse DeLange og Waylon. Í meðfylgjandi myndbroti má hlýða á tónbrot frá sveitinni.

Ilse á mikilli velgengni að fagna og hefur gefið út sjö stúdíóplötur. Sex af þeim hafa komist í fyrsta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Frumraun hennar, World of Hurt, sem kom út árið 1998, og platan Incredible frá árinu 2008 eru fimmfaldar platínuplötur.

Waylon, sem heitir réttu nafni Willem Bijkerk, sló í gegn í hæfileikaþættinum Holland's Got Talent árið 2008. Í kjölfarið gaf hann út plötuna Wicked Ways árið 2009 sem komst í fimmta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Hann tók upp listamannsnafnið Waylon til að heiðra átrúnaðargoðið sitt, bandaríska söngvarann Waylon Jennings


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×