Tónlist

Tölvupopp og dramatískur dans frá Eistum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Tanja með lagið Amazing er fulltrúi Eistlands í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí. Eistar flytja lagið á fyrsta undanúrslitakvöldinu 6. maí og ef þeir komast áfram flytja þeir það aftur í úrslitakeppninni 10. maí.

Tíu lög kepptu í keppninni í Eistlandi sem kallast Eesti Laul. Fór hún fram í Nokia-tónlistarhúsinu í Tallinn.

Eftir að lögin tíu voru flutt gat almenningur kosið. Atkvæði þeirra giltu fimmtíu prósent á móti dómnefnd. Alls bárust 52 þúsund atkvæði frá almenningi og komust tvö lög áfram í einvígi, líkt og hér á Íslandi. Það voru lögin Maybe-Maybe með Super Hot Cosmos Blues Band og Amazing með Tönju sem bar sigur úr býtum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×