Þingmenn geta bundið sjálfa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2014 13:41 Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal telja að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður. Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður.
Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00