Innlent

„Breytingar verða gerðar á tollakerfinu“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Gva
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ýmsa galla að finna í tollakerfinu sem þurfi að laga. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu í morgun.

„Það verða gerðar breytingar á þessu kerfi. Það er mjög nauðsynlegt. Það eru ýmsir gallar í tollakerfinu sem þarf að laga,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann benti á að kerfið væri að ýmsu leyti ósanngjarnt og órökrétt eins og það væri í dag.

Tollakerfið hefur verið mikið í umræðunni. Hefur hæst heyrst í forsvarsmönnum Haga sem telja mikinn galla á kerfinu. Hefur innflutningur á alls kyns osti og lífrænum kjúklingi þá sérstaklega verið ræddur.

„Þær breytingar þurfa að tryggja heildarhagsmuni í samfélaginu,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lagði áherslu á að breytingarnar ættu ekki að gagnast einstökum fyrirtækjum heldur vera í þá samfélagsins í heild.

Sigmundur var einnig spurður út í það hvort skattalækkanir væru handan við hornið. Sjálfstæðisflokkur hefði lofað skattalækkunum í kosningabaráttunni fyrir síðustu ríkisstjórnarmyndun.

„Það verða eflaust frekari skattalækkanir, bæði fyrir atvinnulífið sem gagnast öllum og fyrir heimilin,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefði kosið að fara í lækkanir jafnt og þétt en ekki í einu vetfangi til þess að áhrif dreifðust yfir lengri tíma. Þá lendi ríkissjóður ekki í vandræðum og áhrifin verði ekki slæm fyrir efnahagslífið.

Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Samfélagið sem ákveður að útskúfa fólki

Pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek fjallar um mál mannsins í Grindavík sem tók af sér nektarmyndir sem rötuðu í fjölmiðla í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram

„Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu,“ segir lögmaður Haga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×