Hagar vilja tollfrjálsan innflutning á ostum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum er sögð engin eða hverfandi. Nordicphotos/Getty „Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir. Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
„Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir.
Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira