Innlent

Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum

Heimir Már Pétursson skrifar
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir framleiðendur kaupa upp alla tollkvóta á ostum og sprengi þar með upp verðið og geri innflutta osta óaðgengilega neytendum. Banna ætti framleiðendum að bjóða í kvótana.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini á Ríkissjónvarpinu í gær að Hagar, sem sækja um undanþágu frá tollum fyrir osta sem ekki eru framleiddir hér á landi, gætu einfaldlega nýtt sér innflutningskvóta á ostum.

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir innflutning á landbúnaðarafurðum byggja á tveimur alþjóðasamningum.

„Annars vegar við Alþjóðaviðskiptastofnunina og hins vegar við Evrópusambandið. Reynslan hefur sýnt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum tollkvótum, svo mjög að þeir hafa farið út á mjög háu verði. Það eru ekki síst innnlendir framleiðendur sem hafa sótt í þessa kvóta og að okkar mati spennt upp verðið á þeim,“ segir Andrés.

Með þeim afleiðingum að neytendur hafi í engu notið þess hagræðis sem ætti að fylgja innflutningnum vegna þess hvað verðið á innflutiningskvótunum sé hátt.

„Við höfum gagnrýnt þetta kerfi Teljum mjög óeðlilegt að innlendir framleiðendur hafi aðgang að þessum kvótum, vegna þess að þeir hafa sprengt upp verðið á kvótunum,“ segir Andrés.

Íslensk stjórnvöld geti valið milli uppboðsleiðar á tollkvótunum eða hlutkestis um hverjir fái kvótana. Það sé óeðlileg aðferð líka.

„Að okkar mati er mjög óeðlilegt í þeirri stöðu sem við erum að innlendir framleiðendur  hafi jafnan aðgang að þessum kvótum,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu vilji beinlínis að þeim verði bannað að bjóða í kvótana.

„Það væri leiðin sem hægt væri að fara til þess að auka líkurnar á því að neytendur nytu hagræðisins af þessum samningum,“ segir Andrés Magnússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×