Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 12:53 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir framleiðendur kaupa upp alla tollkvóta á ostum og sprengi þar með upp verðið og geri innflutta osta óaðgengilega neytendum. Banna ætti framleiðendum að bjóða í kvótana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini á Ríkissjónvarpinu í gær að Hagar, sem sækja um undanþágu frá tollum fyrir osta sem ekki eru framleiddir hér á landi, gætu einfaldlega nýtt sér innflutningskvóta á ostum.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir innflutning á landbúnaðarafurðum byggja á tveimur alþjóðasamningum. „Annars vegar við Alþjóðaviðskiptastofnunina og hins vegar við Evrópusambandið. Reynslan hefur sýnt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum tollkvótum, svo mjög að þeir hafa farið út á mjög háu verði. Það eru ekki síst innnlendir framleiðendur sem hafa sótt í þessa kvóta og að okkar mati spennt upp verðið á þeim,“ segir Andrés. Með þeim afleiðingum að neytendur hafi í engu notið þess hagræðis sem ætti að fylgja innflutningnum vegna þess hvað verðið á innflutiningskvótunum sé hátt. „Við höfum gagnrýnt þetta kerfi Teljum mjög óeðlilegt að innlendir framleiðendur hafi aðgang að þessum kvótum, vegna þess að þeir hafa sprengt upp verðið á kvótunum,“ segir Andrés. Íslensk stjórnvöld geti valið milli uppboðsleiðar á tollkvótunum eða hlutkestis um hverjir fái kvótana. Það sé óeðlileg aðferð líka. „Að okkar mati er mjög óeðlilegt í þeirri stöðu sem við erum að innlendir framleiðendur hafi jafnan aðgang að þessum kvótum,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu vilji beinlínis að þeim verði bannað að bjóða í kvótana. „Það væri leiðin sem hægt væri að fara til þess að auka líkurnar á því að neytendur nytu hagræðisins af þessum samningum,“ segir Andrés Magnússon. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir framleiðendur kaupa upp alla tollkvóta á ostum og sprengi þar með upp verðið og geri innflutta osta óaðgengilega neytendum. Banna ætti framleiðendum að bjóða í kvótana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini á Ríkissjónvarpinu í gær að Hagar, sem sækja um undanþágu frá tollum fyrir osta sem ekki eru framleiddir hér á landi, gætu einfaldlega nýtt sér innflutningskvóta á ostum.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir innflutning á landbúnaðarafurðum byggja á tveimur alþjóðasamningum. „Annars vegar við Alþjóðaviðskiptastofnunina og hins vegar við Evrópusambandið. Reynslan hefur sýnt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum tollkvótum, svo mjög að þeir hafa farið út á mjög háu verði. Það eru ekki síst innnlendir framleiðendur sem hafa sótt í þessa kvóta og að okkar mati spennt upp verðið á þeim,“ segir Andrés. Með þeim afleiðingum að neytendur hafi í engu notið þess hagræðis sem ætti að fylgja innflutningnum vegna þess hvað verðið á innflutiningskvótunum sé hátt. „Við höfum gagnrýnt þetta kerfi Teljum mjög óeðlilegt að innlendir framleiðendur hafi aðgang að þessum kvótum, vegna þess að þeir hafa sprengt upp verðið á kvótunum,“ segir Andrés. Íslensk stjórnvöld geti valið milli uppboðsleiðar á tollkvótunum eða hlutkestis um hverjir fái kvótana. Það sé óeðlileg aðferð líka. „Að okkar mati er mjög óeðlilegt í þeirri stöðu sem við erum að innlendir framleiðendur hafi jafnan aðgang að þessum kvótum,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu vilji beinlínis að þeim verði bannað að bjóða í kvótana. „Það væri leiðin sem hægt væri að fara til þess að auka líkurnar á því að neytendur nytu hagræðisins af þessum samningum,“ segir Andrés Magnússon.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira