Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. febrúar 2014 11:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, upplýsti á ríkisstjórnarfundi að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta. vísir/pjetur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira