Erlent

Aðgerðir samþykktar gegn ráðamönnum í Úkraínu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bonino (þriðja frá vinstri) á fundi í Brussel í dag um ástandið í Úkraínu.
Bonino (þriðja frá vinstri) á fundi í Brussel í dag um ástandið í Úkraínu. vísir/afp
Utanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna hafa samþykkt aðgerðir gegn þeim ráðamönnum í Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á harkalegri framgöngu lögreglumanna gegn mótmælendum í Kænugarði, en þar hafa miklir götubardagar geisað undanfarna daga.

Í aðgerðunum felast meðal annars farbann og frystingar eigna. Þetta staðfestir Emma Bonino, utanríkisráðherra Ítalíu. Ákvörðuninni verður framfylgt strax á næstu klukkustundum, að sögn ráðherrans.

Úkraínskir fréttamiðlar hafa greint frá því að meira en hundrað manns hafi fallið í átökum í borginni í dag. Tölur um mannfall eru þó nokkuð á reiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×