Innlent

Afturköllun umsóknar að ESB ætti ekki að koma á óvart

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vísir/GVA/Heiða
Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, segir að niðurstaðan í Evrópusambandsmálinu ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við forsögu málsins.

„Mér kemur þessi efnislega niðurstaða ekki mjög mikið á óvart miðað við hvernig umræðan hefur verið að þróast á undanförnum vikum og mánuðum,“ sagði Birgir í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun.

„Það sem ég var hissa á var hvernig þetta bar að og hversu hratt þetta gerist. Umræðan eftir að skýrsla Hagræðistofnunar kom út var mjög stutt,“ bætir Birgir við.

Birgir segir að það hefði verið skynsamlegra frá sjónarhóli stjórnmálanna að leyfa meiri umræðu að fara fram um málið og bíða eftir niðurstöðu skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, hvort sem ætlunin var að notast við hana við ákvarðanatökuna eða ekki.

Hann segir þó að niðurstöður skýrslnanna skiptu líklega ekki miklu máli þegar skoðanir manna á málefninu væru jafn sterkar og raun ber vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×