Erlent

Vilja handtaka Janúkóvítsj

vísir/afp
Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkóvítsj.  Þetta kemur fram í Facebook færslu Arsens Avakovs, innanríkisráðherra. BBC greinir frá.

Þar segir að opinber glæparannsókn sé nú hafin á embættisfærslum forsetans fyrrverandi vegna gruns um að hann hafi fyrirskipað morð á stjórnarandstæðingum í átökunum í Kænugarði í síðustu viku þar sem tugir féllu.

Þingmenn í Úkraínu greiddu atkvæði með því að Janúkóvítsj yrði vikið úr embætti á laugardaginn. Mótmæli höfðu staðið yfir í marga mánuði eftir að forsetinn fyrrverandi hafnaði að rita undir samning við Evrópusambandið.

Rússar eru allt annað en sáttir við ákvörðun þingsins enda verið í góðu sambandi við Janúkóvítsj. Þeir hafa kallað sendiherra sinn heim til Rússlands.

Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, sagði að stjórnarandstæðingar hefðu tekið völdin í eigin hendur, neitað að afvopnast og treystu á ofbeldi í aðgerðum sínum.

Olexander Túrtsjínov, sem gegnir stöðu forseta til bráðabirgða, hefur lýst því yfir að Úkraína vilji áframhaldandi gott samstarf við Rússa. Þingið hefur til morguns til að mynda nýja ríkisstjórn.


Tengdar fréttir

Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB

„Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson

Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu

Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju.

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

Kosningum flýtt í Úkraínu

Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×