Innlent

Reykjanesbrautin var þakin fiski

Stefán Árni Pálsson skrifar
kör með fiski féllu úr vörubifreið á Reykjanesbrautina
kör með fiski féllu úr vörubifreið á Reykjanesbrautina myndir/aðendar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um að kör með fiski hafi fallið á Reykjanesbraut svo úr varð mikil umferðarteppa seinnipartinn í dag. 

Svo virðist sem að körin hafi fallið úr vörubifreið með þeim afleiðingum að fiskiflök þöktu stóran hluta af veginum.

Slysið átti sér stað við Vallahverfið. Umferðinni var beint í gegnum hverfið meðan brautin var hreinsuð.

„Ég átti leið þarna framhjá þegar ég sjá hvað hafði gerst,“ segir Sævar Helgi Bragason, í samtali við Vísi, en hann ók framhjá vettvangi í dag.

„Það lágu nokkur kör á veginum og við fyrstu sýn virtist þetta mestmegnis vera þorskur og karfi sem var á götunni.“

Sævar segir að lögreglan hafi náð að stýra umferðinni vel á meðan menn týndu upp fiskinn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.