Stjórnarandstöðu tekst að fresta umræðum um ESB tillögu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:40 Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra. ESB-málið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra.
ESB-málið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira