Engir hjólastólar á Hverfisgötunni Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað." Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað."
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira