Ekki rétt að Íslendingar geti fengið varanlegar undanþágur Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 23:47 Hreinlegast væri að spyrja á þessu kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áhugi væri fyrir inngöngu í Evrópusambandið að mati Ögmunds Jónassonar. Vísir/Anton Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni. ESB-málið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni.
ESB-málið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira