Innlent

Meiðyrðamál gegn DV fyrir dómi

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli  Söru Lindar Guðbergsdóttur starfsmanni VR og ástkonu Stefáns Einars Stefánssonar fyrrverandi formanns VR gegn Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og blaðamanni blaðsins, stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferðin hófst korter yfir níu.

Sara Lind er skráður stefnandi málsins.

Meiðyrðamálið er vegna umfjöllunar DV um ráðningu Söru í eina af æðstu stöðum VR, en hún varð seinna sambýliskona Stefáns. Var hún ráðin úr gríðarstórum hópi umsækjenda. Í umfjölluninni segir meðal annars að innan VR hafi sú saga gengið að áður en ráðningarferlið fór af stað væri búið að ákveða að Sara Lind fengi Starfið.

Þau Stefán og Sara segja umfjöllun DV hafa brotið gegn æru og friðhelgi einkalífs þeirra. Mbl.is segir þau fara fram á ómerkingu ummæla, refsingu samkvæmt viðeigandi ákvæðum, greiðslu miskabóta, greiðslu fjárhæðar til að standa straum af birtingu dóms í víðlesnu blaði og að DV verði gert að birta forsendur og dómsorð í bæði prentmiðli og netútgáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×